Rafmagnsháreyðing Við erum með tvær gerðir af rafmagnsháreyðingartækjum (blend og hátíðni).  Við tölum um varanlega háreyðingu, en endurnýjunarkraftur líkamans er mjög  mikill og endurnýjast hárin, en koma upp veikbyggðari en áður.  En með endurteknum meðferðum hætta hárin að koma.  Við höfum náð  góðum árangri, ef viðskiptavinir okkar eru þolinmóðir og gefast ekki upp. 

Ef hárin sem á að eyða eru gróf þarf viðskiptavinur oftast að koma í mörg skipti, en ef hárin eru fíngerð þarf færri skipti.  Hárin veikjast eftir hverja meðferð, og að lokum hætta þau að koma.