Litun á augnhár og augabrúnir tekur u.þ.b. 45 mínútur. Við litum augnhárin og augabrúnir með ekta augnháralit sem endist ágætlega í um einn mánuð. Fyrst á eftir litunina eru hárin dekkst, en smá lýsast eftir því sem líður frá lituninni. Við ráðleggjum okkar viðskiptavinum að koma í litun á ca. 6 vikna fresti. Við erum með margar gerðir af litum og mismunandi litatóna. Oftast eru notaðir svartir eða blásvartir litir á augnhárin og brúnn litur á augabrúnir.
Flestir vilja láta plokka eða setja vax á augabrúnirnar eftir að búið er að lita. Augabrúnir eru mikil persónueinkenni og ættu konur (og karlar) að varast að láta plokka mikið af augabrúnunum. |
|
LITUNadmin2014-08-31T01:41:37+00:00