|
Í handsnyrtingu eru neglurnar þjalaðar eða klipptar eftir því sem viðskiptavinurinn vill. Síðan er borin naglabandanæring á neglurnar og hendin sett í handabað. Þegar búið er að mýkja naglaböndin í handabaðinu er naglaböndunum ýtt upp og naglaböndin klippt ef þarf.
Gott handanudd er gefið og neglurnar lakkaðar ef viðskiptavinurinn vill. Einnig er hægt að fá luxus handsnyrtingu og þá er settur parafínmaski á hendurnar sem mýkir og nærir húðina. |