Fætur Fótsnyrting er notaleg meðferð fyrir fæturnar.  Fyrst fara allir sem koma í fótsnyrtingu í fótabað.  Síðan eru táneglurnar klipptar og þjalaðar.  Naglaböndin snyrt og hörð húð fjarlægð af fótunum. Gott fótanudd fylgir á eftir. 

Þær sem vilja fá naglalakk á táneglurnar fá lökkun í lokin. Ef þú villt fá naglalakk á táneglurnar er best að koma í opnum skóm í fótsnyrtinguna (ef veður leyfir) þar sem naglalakkið er frekar lengi að þorna og ef það er ekki beðið nógu lengi skemmist naglalakkið þegar við förum í lokuðu skóna okkar.

Einnig er gott að koma í skóm þar sem er gert ráð fyrir 5 tám á hvorum fæti. Skótískan í dag er ekki mjög heppileg fyrir fæturnar á okkur, skórnir eru oft of þröngir yfir tærnar. En sem betur fer er oftast hægt að fá þægilega skó, og ættu allir að hafa í huga þegar keyptir eru skór að kaupa þægilega skó, sem passa á fæturnar.