Fótaaðgerð er meðhöndlun á fótum með fótavandamál

Fætur Löggildir fótaaðgerðafræðingar sem starfa á
Snyrtistofunni Jónu eru: Ragna Jóna Georgsdóttir, Hrönn Sævarsdóttir og Linda Björk Júlíusdóttir.

Við erum mest að meðhöndla niðurgrónar táneglur, líkþorn, mikið sigg og sprungna hæla. Góður árangur er af spangarmeðferð fyrir niðurgrónar neglur, við notum aðallega plastspangir sem sjást lítið og eru ekki óþægilegar.

Flest fótavandamál koma af of þröngum skóm og lélegu blóðstreymi til fótanna.Þröngir skór mynda sigg þar sem mestur núningur kemur á fæturnar, algengustu staðirnir eru litlu tærnar utanverðar ofan á tærnar, hælarnir og undir tábergið. Hjá okkur getur þú fengið mjúkar gelhlífar sem veita vörn við þrýstingi sem skórnir valda til að hlífa aumum blettum á fótunum.

Algengt er að fólk smitist af vörtum og sveppum, og þarf að meðhöndla það sérstaklega, oft þarf að leita til læknis með þau vandamál.

Við bjóðum einnig uppá fótsnyrtingu hjá snyrtifræðingi,
þar er verið að snyrta heilbrigða fætur.