Ávaxtasýrur og Hljóðbylgjur
Mynd………………………….. Ávaxtasýrur og hljóðbylgjur eru endurnýjandi og uppbyggjandi meðferð fyrir andlitið.

  • Ávaxtasýrurnar hreinsa í burtu dauðar húðfrumur
  • hljóðbylgjurnar örva blóðflæði,
  • endurnýja húðina.

Áhrifamikil meðferð sem tekur um 1 klst.og 15 mín. og kostar 11.000 kr.

Hljóðbylgjur fyrir andlit
Mynd Kröftug meðferð fyrir andlitið.

Hljóðbylgjurnar örva starfsemi húðarinnar, notuð eru 6 mismunandi gel, sem við veljum eftir húðgerð. Oftast eru notaðar þrjár mismunandi stillingar á tækinu,

  • örvandi (stimulating)
  • styrkjandi (toning up)
  • og hreinsandi (drainage)
NÝTT – Nú er hægt að fá hjá okkur andlitsbað með hljóðbylgjum. Þar sem við sjáum mikinn árangur af hljóðbylgjunum höfum við ákveðið að bjóða viðskiptavinum luxus andlitsbað með hljóðbylgjum
Nokkur orð um andlitsbað
Notalegt er að fara í andlitsbað, þar er húðin hreinsuð og nudduð. Fyrst er húðin yfirborðshreinsuð síðan djúphreinsuð, næst fer maður í andlitsgufu og eftir það eru fílapenslar fjarlægðir og sótthreinsað á eftir. Eftir hreinsunina er húðin nudduð í c.a. 20 mínútur, andlit, háls og herðar. Að lokum er settur maski á andlitið og látinn bíða í c.a. 10 mínútur. Andlitsbað tekur um 90 mínútur.
Velkomin í andlitsbað.